top of page
anna c.jpeg

,Þú átt skilið allt það besta”

 

Ég heiti Anna Claessen og þekki af eigin reynslu kulnun, þunglyndi og kvíða. Ég er ACC vottaður markþjálfi, sem notar NLP (Neurolinguistic Programming), CBT (Cognitive Bahavioral Therapy eða HAM Hugræn Atferlismeðferð), meðvirkni- , sambands og hamingju markþjálfun. Það eru tól sem kljást við erfiðleika í nútímanum og framtíðinni en  svo býð ég upp á RTT (Rapid Transformational Therapy) meðferðardáleiðslu því ég vil fara í rót erfiðleikanna.

 

Líkamleg heilsa er jafn mikilvæg og andleg heilsa, svo ég starfa einnig sem einkaþjálfari og hóptímakennari (Styrk, Zumba, Jallabina) hjá World Class. Í frítíma mínum skemmti ég ásamt Friðriki Agna í Happy Studio (@happystudioiceland). 

 

Vellíðan er númer 1, 2 og 3. Ég hef búið við vanlíðan of lengi og geri allt í mínu valdi til þess að gera lífið betra og skemmtilegra. Ég reis upp frá botninum og ég veit að þú getur það líka.

​Ég geri drauma mína að veruleika og elska að hjálpa fólki að búa til sitt draumalíf.

Viltu vita meira? Heyrðu í mér anna.claessen@gmail.com

 

Umfjallanir:

Viðtal í Ísland í dag
Viðtal á Bylgjunni
Viðtal hjá Röggu Nagla

Menntun og námskeið:
- DBT, Gestalt, Yin Yoga 2022
- Hot Yoga kennaranám og Bandvefslosun 2021
- Hamingju-, meðvirkni- og sambandsmarkþjálfun 
- Einkaþjálfaraskólinn 2020
- Absolute Training Kennaranám 2020
- Yoga Nidra Kennaranám 2020
- NLP, HAM (CBT) og RTT meðferðardáleiðsla 2020
- NBI, Reiki og Gong tónheilun 2019
- Markþjálfun frá HR 2018
- Dale Carnegie, Optimized Performance, Ég elska mig, meðvirkni og Mátt Athyglinnar námskeið.

frett.jpeg
bottom of page