Anna Claessen er alþjóðlega vottaður markþjálfi (ACC, International Coaching Federation). Hún hefur einnig lært aðferðir HAM (CBT), NLP, RTT Dáleiðslu, Reiki, gong tónheilun og sambands-og meðvirkni markþjálfun svo hún geti hjálpað kúnnunum sínum enn meira.
Anna Claessen ólst upp í Seljahverfinu ásamt foreldrum hennar (Eggert Claessen og Sigrúnu Kjartansdóttir), og systkinum (Ásdísi og Stefáni Claessen). Hún keppti í samkvæmisdansi frá 4 ára aldri og hefur ætíð dansað með námi. Eftir að klára Seljaskóla og Tjarnarskóla ætlaði hún að verða dansari en það var of mikið að vera í Listdansskólanum og Verzló svo hún fór í Verzlókórinn og kenndi dans í ÍR í staðinn. Hún útskrifaðist svo af alþjóðabraut frá Verzlunarskóla Íslands og hélt stil Vínar, Austurríkis þar sem hún kláraði BA gráðu í fjölmiðlafræði í Webster University. Með námi kláraði hún starfsþjálfun hjá Sagafilm,ásamt því að skrifa greinar fyrir blaðið The Vienna Review og Pressuna og kenna dans hjá Casomai.
Anna flutti til Hollywood 25 ára til að elta drauminn sinn. Hún gifti sig, fékk Associates gráðu í söng frá Musicians Institute, söng í House of Blues, lék í How to Get Away with Murder, kenndi zumba í LA Fitness, og stofnaði hljómsveitina Anna and the Bells og podcast fyrirtækið Entertainment Drive-Thru.
Eftir að hún flutti heim, skildi hún og vann yfir sig svo hún datt í kulnun og vildi læra allt til að bæta sjálfa sig og líf sitt.
Í dag starfar Anna sem markþjálfi og einkaþjálfari ásamt því að skemmta á kvöldin með besta vini sínum í Happy Studio. Í frítíma nýtur hún tímans með fjölskyldunni sinnig, unnusta og tveimur börnum í Norðlingaholti.
Dans og gleði er hennar fag